Þríþrautarnefnd ÍSÍ

Þessi síða er á vegum Þríþrautarnefndar ÍSÍ.

Ritstjórn: Hákon Hrafn Sigurðsson, Halldóra Matthíasdóttir og Vignir Þór Sverrisson.

Þríþrautarnefndin heyrir undir ÍSÍ og er ráðandi aðili í þríþrautarmálum á Íslandi. Hér verða birt úrslit, tilkynningar og annað sem viðkemur þríþrautarmálum. Nýjasta efnið er alltaf undir Fréttir.

Í þríþrautarnefnd ÍSÍ eru:

Guðmundur Ingi Guðmundsson, Hákon Hrafn Sigurðsson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Oddur Kristjánsson, Rúnar Örn Ágústsson, Steffi Gregersen og Vignir Sverrisson.

Gegnum ÍSÍ er þríþrautarnefndin aðili að ETU (European Triathlon Union) og ITU (International Triathlon Union).  Þríþrautarkeppnir lúta því reglum ÍSÍ, t.d. lyfjareglum, og skulu allir keppendur í þríþrautum því vera skráðir í þríþrautarfélag/deild. Þríþrautarnefnd gefur út keppnisreglur og heldur utan um mótaskrá.

Ábyrgðarmaður síðunnar og þess efnis sem á henni birtist er Hákon Hrafn Sigurðsson.

Hægt er að senda okkur efni á netfangið hakon (hjá) rokk.is.

Nokkrar skilgreiningar

Þríþraut er þriggja greina keppni og tekur hver við af annarri.
Hérlendis er keppt í eftirtöldum afbrigðum:
Sprettþraut: 400 metrar sund, 10 km hjól, 2,5 km hlaup. Oftast fyrsta keppni ársins og haldin í Kópavogi við Kópavogslaugina.
Hálfólympísk þraut: 750 metrar sund, 20 km hjól, 5 km hlaup. Hefur farið fram í mekka þríþrautarinnar í Hafnarfirði við Ásvallalaug í júníbyrjun. Vasaþrautin á Ísafirði er í byrjun september og synt er í lauginni í Bolungavík.
Ólympísk þríþraut: Í henni er keppt á Ólympíuleikum. 1500 metrar sund, 40 km hjól, 10 km hlaup. Hefur verið haldin á Laugum í Reykjadal undanfarin ár, með því fráviki að hvílt er milli sunds og hjóls.
Hálfur járnkarl: 1900 metrar sund, 90 km hjól, 21,1 hlaup.
Haldinn í Hafnarfirði í júlí undanfarin tvö ár.
Heill járnkarl (Ironman): 3,8 km sund, 180 km hjól, 42.2 km hlaup. Þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikilla vinsælda.

Félög

Þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar (3SH)
Ægir Þríþraut (Ægir3)
Þríþrautardeild UMFN (3N)
Þríþrautardeild Breiðabliks – Þríkó
Þríþrautardeild Umf.Snæfells
Þrír-Vest
Þríþrautardeild Umf.Leifur heppni