Þríþrautarnefnd ÍSÍ

 

Þessi síða er á vegum Þríþrautarnefndar ÍSÍ.

Þríþrautarnefndin heyrir undir ÍSÍ og er ráðandi aðili í þríþrautarmálum á Íslandi. Hér verða birt úrslit, tilkynningar og annað sem viðkemur þríþrautarmálum. Nýjasta efnið er alltaf undir Fréttir.

Keppnisdagskrá fyrir sumarið 2016 er hér.

Í þríþrautarnefnd ÍSÍ eru:

Guðmundur Ingi Guðmundsson, Hákon Hrafn Sigurðsson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Oddur Kristjánsson, Rúnar Örn Ágústsson, Steffi Gregersen og Vignir Sverrisson.

Formaður nefndarinnar er Halldóra Gyða Matthíasdóttir <halldora [hjá] halldora.is> og tekið er við fyrirspurnum í gegnum þetta netfang.

Gegnum ÍSÍ er þríþrautarnefndin aðili að ETU (European Triathlon Union) og ITU (International Triathlon Union).  Þríþrautarkeppnir lúta því reglum ÍSÍ, t.d. lyfjareglum, og skulu allir keppendur í þríþrautum því vera skráðir í þríþrautarfélag/deild. Þríþrautarnefnd gefur út keppnisreglur og heldur utan um mótaskrá.

Ábyrgðarmaður síðunnar og þess efnis sem á henni birtist er Hákon Hrafn Sigurðsson. Ritstjórn: Hákon Hrafn Sigurðsson og Halldóra Matthíasdóttir.

Hægt er að senda okkur efni á netfangið hakon (hjá) rokk.is.

Nokkrar skilgreiningar

Þríþraut er þriggja greina keppni og tekur hver við af annarri án þess að tími sé stoppaður.
Hérlendis er keppt í eftirtöldum afbrigðum:
Sprettþraut: 400 metrar sund, 10 km hjól, 2,5 km hlaup. Oftast fyrsta og síðasta keppni ársins. Sú fyrri haldin í Kópavogi við Kópavogslaugina og sú seinni við Vatnaveröld í Reykjanesbæ
Hálfólympísk þraut: 750 metrar sund, 20 km hjól, 5 km hlaup. Hefur farið fram í mekka þríþrautarinnar í Hafnarfirði við Ásvallalaug í júníbyrjun. Vasaþrautin á Ísafirði er svipuð vegalengd og er í byrjun september og synt er í lauginni í Bolungavík.
Ólympísk þríþraut: Í henni er keppt á Ólympíuleikum. 1500 metrar sund, 40 km hjól, 10 km hlaup. Síðustu ár hefur Íslandsmótið í þessari vegalengd farið fram á Laugarvatni og synt í vatninu en ekki í sundlaug. Einnig hefur verið haldin keppni í þessari vegalengd í Þingeyjarsýslu, fyrst á Húsavík árið 2003 og síðan á Laugum í Reykjadal undanfarin ár.
Hálfur járnmaður: 1900 metrar sund, 90 km hjól, 21,1 hlaup. Slík keppni hefur verið haldin í Hafnarfirði í júlí síðan 2008. Einnig hefur verið keppt í sömu vegalengd í Kjós þar sem synt er í Meðalfellsvatni og hjólað um Hvalfjörð.
Heill járnmaður (Ironman): 3,8 km sund, 180 km hjól, 42.2 km hlaup. Þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikilla vinsælda. Hefur ekki verið haldin hérlendis ennþá en um 50 Íslendingar taka þátt í þessari vegalengd á hverju ári í keppnum viðsvegar um heiminn.

Félög

Þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar (3SH)
Ægir Þríþraut (Ægir3)
Þríþrautardeild UMFN (3N)
Þríþrautardeild Breiðabliks – Þríkó
Þríþrautardeild Umf.Snæfells
Þrír-Vest
Þríþrautardeild Umf.Leifur heppnistigakeppni_2015-fyrirkomulag