Þríþrautarsamband Íslands

untitled-2-copy-2Þessi síða er á vegum Þríþrautarsambands Íslands sem var stofnað 27. apríl 2016. Stofnaðilar eru: Sundfélag Hafnarfjarðar (SH), Sundfélagið Ægir, Sundfélagið Vestri, Umf. Breiðablik, Umf. Leifur Heppni, Umf. Njarðvík, Umf. Snæfell, Umf. Víkingur og Íþróttafélagið Fjörður.

Hér verða birt úrslit, tilkynningar og annað sem viðkemur þríþrautarmálum. Nýjasta efnið er alltaf undir fréttir og allra nýjasta efnið er á facebook síðu okkar.

Keppnisdagskrá fyrir sumarið 2016 er hér.

Í stjórn þríþrautarsambands ÍSÍ eru:
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, (formaður), Steffi Gregersen (gjaldkeri), Sarah Cushing (ritari), Hákon Hrafn Sigurðsson og Jón Oddur Guðmundsson. Varamenn eru Stephen Patrick Bustos, Rúnar Örn Ágústsson og Jón Sigþór Jónsson.

Formaður nefndarinnar er Halldóra Gyða Matthíasdóttir <info [hjá] triathlon.is> og tekið er við fyrirspurnum í gegnum þetta netfang.

Þríþrautarsambandið aðili að ETU (European Triathlon Union) og ITU (International Triathlon Union).  Þríþrautarkeppnir lúta því reglum ÍSÍ, t.d. lyfjareglum, og skulu allir keppendur í þríþrautum því vera skráðir í þríþrautarfélag/deild. Þríþrautarnefnd gefur út keppnisreglur og heldur utan um mótaskrá.

Ábyrgðarmaður síðunnar og þess efnis sem á henni birtist er Hákon Hrafn Sigurðsson. Ritstjórn: Hákon Hrafn Sigurðsson og Halldóra Matthíasdóttir.
Hægt er að senda okkur efni á netfangið info (hjá) triathlon.is.

Nokkrar skilgreiningar

Þríþraut er þriggja greina keppni og tekur hver við af annarri án þess að tími sé stoppaður.
Hérlendis er keppt í eftirtöldum afbrigðum:
Sprettþraut: 400 metrar sund, 10 km hjól, 2,5 km hlaup. Oftast fyrsta og síðasta keppni ársins. Sú fyrri haldin í Kópavogi við Kópavogslaugina og sú seinni við Vatnaveröld í Reykjanesbæ
Hálfólympísk þraut: 750 metrar sund, 20 km hjól, 5 km hlaup. Hefur farið fram í mekka þríþrautarinnar í Hafnarfirði við Ásvallalaug í júníbyrjun. Vasaþrautin á Ísafirði er svipuð vegalengd og er í byrjun september og synt er í lauginni í Bolungavík.
Ólympísk þríþraut: Í henni er keppt á Ólympíuleikum. 1500 metrar sund, 40 km hjól, 10 km hlaup. Síðustu ár hefur Íslandsmótið í þessari vegalengd farið fram á Laugarvatni og synt í vatninu en ekki í sundlaug. Einnig hefur verið haldin keppni í þessari vegalengd í Þingeyjarsýslu, fyrst á Húsavík árið 2003 og síðan á Laugum í Reykjadal undanfarin ár.
Hálfur járnmaður: 1900 metrar sund, 90 km hjól, 21,1 hlaup. Slík keppni hefur verið haldin í Hafnarfirði í júlí síðan 2008. Einnig hefur verið keppt í sömu vegalengd í Kjós þar sem synt er í Meðalfellsvatni og hjólað um Hvalfjörð.
Heill járnmaður (Ironman): 3,8 km sund, 180 km hjól, 42.2 km hlaup. Þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikilla vinsælda. Hefur ekki verið haldin hérlendis ennþá en um 50 Íslendingar taka þátt í þessari vegalengd á hverju ári í keppnum viðsvegar um heiminn.

Félög
Sundfélag Hafnarfjarðar
Sundfélagið Ægir
Umf. Njarðvíkur
Umf. Breiðablik
Umf. Snæfell
Íþróttafélagið Vestri
Umf. Sindri
Umf. Víkingur
Íþróttafélagið Fjörður

stigakeppni_2015-fyrirkomulag